#

Galdrasýningin á Ströndum


Innihald

Galdrasýningin á Ströndum er í eigu sjálfseignarstofnunarinnar Strandagaldurs. Frá upphafi var markmiðið að standa að og styðja við rannsóknir um galdrafárið, þjóðsagnir og menningararf Strandasýslu. Mikið hefur verið lagt í að miðla fróðleik um þessa sögu og menningu. Sýningin stendur fyrir sögustundum á samfélagsmiðlum sínum. Oft leita fjölmiðlar til starfsfólks Strandagaldurs sem sérfræðinga um galdra og galdrahefðir.

Fræðimenn og háskólanemar leita til þeirra í leit að heimildum. Mikið lesefni er til á heimasíðu þeirra og á sýningunni sjálfri.

Strandagaldur hefur í gegnum árin verið opinn fyrir alls kyns samstarfi á Íslandi og erlendis. Þau hafa unnið með rithöfundum, kvikmyndagerðarfólki og tónlistarmönnum, svo dæmi séu tekin. Samstarf með hinum ýmsu hönnuðum og listafólki hefur m.a. gefið af sér nýjar vörur sem tengjast íslenskum göldrum og eru seldar í safnbúð Galdrasýningarinnar.


Heimildaskrá

https://galdrasyning.is



© Copyrights 2020-2022

Útgáfa þessi endurspeglar eingöngu afstöðu höfundar og framkvæmdarstjórn ESB ber enga ábyrgð á því hvernig upplýsingar úr henni eru nýttar.

Legal description – Creative Commons licensing: The materials published on the NICHE project website are classified as Open Educational Resources' (OER) and can be freely (without permission of their creators): downloaded, used, reused, copied, adapted, and shared by users, with information about the source of their origin.