#

Að vinna með óáþreifanlegan menningararf – Gildi og þróun eigin hugmynda


|    Námskeiðsmat    |       Hljóð    |    Hlaða niður: /




Hvað er óáþreifanlegur menningararfur?

EiningavísitalaSmella til að lesa  

I    Skilgreiningar á óáþreifnalegum menningararfi

  Hlutverk UNESCO

I    5 svið óáþreifanlegs menningararfs

I    Menningararfur og óáþreifanlegur menningararfur

I    Áhugaverðir umræðupunktar tengdir óáþreifanlegum menningararfi

Skilgreining á óáþreifnalegum menningararfiSmella til að lesa  

“Óáþreifanlegur menningararfur felur í sér siði, framsetningu, tjáningarform, þekkingu og færni – auk tækja, hluta, listmuna og menningarrýma sem tengjast þeim, sem samfélög, hópar og í sumum tilvikum einstaklingar telja hluta af menningararfleifð sinni”

Skilgreining frá UNESCO

A picture containing textDescription automatically generated
Hlutverk UNESCOSmella til að lesa  

“Þar sem stríð eiga upptök sín í hugum manna þá er það í mannshuganum sem við þurfum að treysta varnir friðarins;”

UNESCO er Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna og  fer með menntunar-, vísinda- og menningarmál. Tilgangur UNESCO er að vinna að því að koma á friði í heiminum og tryggja öryggi íbúa heimsins með því að stuðla að alþjóðlegri samvinnu milli aðildarríkja á sviði mennta-, vísinda- og menningarmála.

UNESCO hefur gegnt mikilvægu hlutverki á heimsvísu við að auka meðvitund fólks um óáþreifanlegan menningararf. 

Yfir 180 ríki eru nú aðilar að Sáttmála UNESCO um varðveislu óáþreifanlegs menningararfs frá árinu 2003.

Tilgangur sáttmálans frá árinu 2003 er: 

a) að varðveita óáþreifanlegan menningararf
b) tryggja virðingu fyrir óáþreifanlegum menningararfi í samfélögum, hópum og þeim einstaklingum sem í hlut eiga 
c) að efla vitund, bæði á staðbundið, á innlendum og alþjóðlegum vettvangi, um mikilvægi menningarerfða og tryggja að þær njóti gagnkvæmrar virðingar
d) að koma á alþjóðlegri samvinnu og aðstoð.
 

Hluti af starfi UNESCO í samstarfi við aðildarríki á sér stað í gegnum lista sáttmálans:

Heimasíða UNESCO um óáþreifanlegan menningararf geymir upplýsingar um starf UNESCO en býður einnig upp á möguleikann á að sjá skráðan óáþreifanlegan menningararf á sjónrænan og gagnvirkan hátt:

Dive into Intangible Cultural Heritage

 

Fimm svið óáþreifanlegs menningararfs Smella til að lesa  

Óáþreifanlegur menningararfur eins og hann er skilgreindur af UNESCO er skipt niður í eftirfarandi svið:

 

A. Munnlegar hefðir og tjáning, þar á meðal tungumál sem hluti hins óáþreifanlega menningararfs

Gífurlegur margbreytileiki talaðs máls. Oftast eru tungumál algeng og geta verið notuð af heilum samfélögum á meðan önnur eru takmörkuð við sérstaka þjóðfélagshópa 

Málshættir, gátur, sögur, barnavísur, þjóðsögur, goðsagnir, lög og ljóð, töfraþulur, bænir, möntrur, söngvar, handrit og fleira

Munnlegar hefðir og orðatiltæki eru notuð til að miðla þekkingu, menningarlegum og félagslegum gildum og sameiginlegu minni

B. Sviðslistir 

Þetta getur falið í sér tónlist, dans og leikhús, óperur, söngva og annars konar listræna tjáningu sem er miðlað frá kynslóð til kynslóðar.

Þær innihalda fjölmörg menningarleg tjáningarform sem endurspegla sköpunargáfu mannsins og finnast einnig að einhverju leyti á öðrum sviðum óáþreifanlegs menningararfs.

C.  Félagslegir siðir, athafnir og hátíðir

Félagslegir siðir sem hafa áhrif á líf samfélaga og hópa sem hefur áhrif á íbúa þess.

Helgisiðir og hátíðarviðburðir eiga sér oft stað á sérstökum stað og stund og minna oft samfélög á ýmsar hliðar heimsmyndar þess og sögu.

Félagslegar venjur móta daglegt líf og meðlimir samfélagsins þekkja þær, jafnvel þó ekki taki allir þátt í þeim.

D.  Þekking og venjur er varða náttúruna og alheiminn

Þekking, kunnátta, færni, starfshættir og framsetning þróuð af samfélögum í samskiptum við náttúrulegt umhverfi

Fjölmörg svið eins og hefðbundin vistfræðileg kunnátta, þekking frumbyggja, þekking á staðbundnu dýra- og gróðurlífi, grasalækningar, helgisiðir, viðhorf, vígsluathafnir, stjörnuspeki, sjamanismi, eignarsiðir, félagssamtök, hátíðir, tungumál og sjónlistir.  

E.  Þjóðlegt handverk

Það eru fjölmargar útfærslur hefðbundins handverks: verkfæri; fatnaður og skartgripir; búningar og leikmunir fyrir hátíðir og sviðslistir; ílát, hlutir sem notaðir eru til geymslu, flutnings og varðveislu; list til skreytingar og hlutir til helgiathafna; hljóðfæri og heimilisáhöld og leikföng, bæði til skemmtunar og fræðslu.

Færnin sem felst í því að búa til handverk er eins fjölbreytt og hlutirnir sjálfir og eru allt frá fíngerðri, nákvæmnisvinnu eins og að framleiða pappírsljósker yfir í grófvinnu eins og að búa til trausta körfu eða þykkt teppi.

Menningararfur og óáþreifanlegur menningararfurSmella til að lesa  

Hugtökin haldast oft í hendur. Óáþreifanlegur menningararfur samanstendur af hefðum, þekkingu og siðum sem ganga frá manni til manns og eru oft samtvinnuð hinum áþreifanlega menningararfi eins og minjum, búningum, verkfærum og húsum.

Dæmi um þetta samspil eru íslensku torfhúsin sem varðveitt eru af Þjóðminjasafni Íslands. Húsin sjálf eru menningararfur og byggingartæknin er óáþreifanlegur menningararfur, færni sem lærist frá manni til manns.

Áhugaverðir umræðupunktar um óáþreifanlegan menningararfSmella til að lesa  

Hugmyndin um að standa vörð um óáþreifanlegan menningararf og starf UNESCO er ekki hafið yfir gagnrýni og áhugaverðar umræður. Hér eru nokkur dæmi:

  • Það er eðlilegt að menning þróist og breytist, kemur verndun í veg fyrir það?
  • Ef siður/þekking/hæfni þarfnast varðveislu hefur hún ekki lengur menningarlegt hlutverk og er hún þá ekki sjálfbær?
  • Hvað er talið vera nægilega mikilvægt til að vera skilgreint sem óáþreifanlegur menningararfur og hver ákveður það? 
  • Gerir þetta upp á milli samfélagshópa?

    • Er einhver óáþreifanlegur menningararfur betur talinn gleymdur? 

    • Að skrásetja óáþreifanlegan menningararf er ekki það sama og að varðveita hann.

    • Hver ákveður hvaða leið er best að fara þegar unnið er með óáþreifanlegan menningararf? 

    • Hvað með menningararf sem hefur verið gleymdur – er í lagi að endurvekja hann? 

    • Er mögulegt að eiga óáþreifanlegan menningararf og hvað merkir það? 

Að vinna með óáþreifanlegan menningararf

EiningavísitalaSmella til að lesa  

 Fagleg störf eða áhugamál

I   Lifandi

I   Hvar byrjum við?

I   Óáþreifanlegur menningararfur og ferðaþjónusta

Óáþreifanlegur menningararfur – Starf eða áhugamálSmella til að lesa  

A group of people around a campfireDescription automatically generated with medium confidence

 

• Það getur verið allt frá einföldum hversdagslegum hefðum upp í úthugsaða, háþróaða færni.

• Færnina og þekkinguna má bæði nýta í einkalífi og opinberlega. Það er bæði félagsleg og einstaklingsbundin starfsemi.

• Óáþreifnalegur menningararfur getur einnig verið hluti af þjónustu eða framleiðslu á vöru.

• Óáþreifanlegur menningararfur getur verið auðlind fyrir þróun samfélags.

LifandiSmella til að lesa  

A group of people looking at fireworksDescription automatically generated with low confidence
 
 Þegar unnið er með óáþreifanlegan menningararf er hugtakið varðveisla notað. Það undirstrikar að hugmyndin er að varðveita ákveðna þætti, án þess þó að frysta þá í einhverju hreinu eða ákveðnu formi.
 
 Óáþreifanlegum menningararfi er haldið lifandi og í gildi þegar hann er ástundaður og honum deilt.
 
 Óáþreifanlegur menningararfur tekur sífelldum breytingum og er í sífelldri þróun - hann er ekki hlutur á safni til að dást að.
 
 Sérhver kynslóð mun hafa áhrif á hann, bæði með litlum aðlögunum og stærri breytingum.
 
 Starfið er skapandi en byggir á þeirri þekkingu sem berst frá kynslóð til kynslóðar. Varðveisla þess byggir á áframhaldandi starfsemi þeirra sem hafa sérstaka þekkingu á hefðum, færni og siðum innan samfélaga. 

 Þetta getur virkað þversagnakennt. Margir hafa trú á að gera hlutina eins og þeir hafa alltaf verið gerðir, á meðan aðrir trúa á meira frelsi þegar kemur að óáþreifanlegum menningararfi. 

 Þess vegna eru bæði virðing og víðsýni mikilvægir þættir í vinnu við óáþreifanlegan menningararf, fyrir fortíðina og fyrir fjölbreytilega og lifandi menningu samtímans.

Hvar er best að byrja?Smella til að lesa  

Vinna með óáþreifanlegan menningararf getur veitt fjölmörgum starfsstéttum tækifæri, bæði að hluta og fullu.

Ef þú vinnur nú þegar með óáþreifanlegan menningararf gætu þessar spurningar átt við þig:

• Hvernig getur þú þróað hugmyndir þínar frekar?
• Hvernig getur þú stutt og hvatt til áframhaldandi notkunar og miðlunar á þekkingu og færni?
Hvernig getur þú náð betur til fólks?
• Hvernig getur þú bætt vöru þína og þjónustu?

 

A picture containing food, fruit, wooden, freshDescription automatically generated

Safnaðu saman lista af hefðum, þekkingu og siðum úr nærsamfélaginu. 

• Komdu þér í samband við þá sem þekkja og deila hefðum, t.d. eldra fólk í nærsamfélaginu

Hugleiddu hvernig óáþreifanlegur menningararfur getur stutt við viðskiptahugmynd þína.

• Hugleiddu hvernig óáþreifanlegur menningararfur getur fært þér tækifæri á hlutastarfi eða fullu starfi.

• Hugleiddu hvernig óáþreifanlegur menningararfur gæti fært þér áhugavert áhugamál.

• Óáþreifanlegur menningararfur getur skapað tækifæri staðbundið eða á alþjóðavísu, þvert á fræðasvið.

Væri áhugavert að skrá óáþreifanlegan menningararf í nærsamfélaginu?

Hvað með að halda uppá óáþreifanlegan menningararf með hátíð eða með samkomum?


 

Óáþreifanlegur menningararfur og ferðaþjónustan Smella til að lesa  

" Ferðaþjónustan er sannarlega drifkraftur samstöðu og þróunar. Við skulum öll nýta krafta hennar til fulls til leiða fólk og samfélög saman, í samræmi við Alþjóðlegar siðareglur ferðaþjónustu. Þannig getur ferðaþjónusta haldið áfram skila betri tækifærum og sjálfbærri þróun fyrir milljónir manna um allan heim."

Zurab Pololikashvili,
framkvmdastjóri UNWTO,
ágúst 2020

 

Ferðaþjónusta er mikilvægur möguleiki fyrir marga sem vinna með óáþreifanlegan menningararf. Í Alþjóðlegum siðareglum ferðaþjónustunnar vísar menning til eftirfarandi:

“Stefnumótun í ferðaþjónustu og starfsemi í greininni skal einkennast af virðingu fyrir hverskonar arfleifð á sviði lista, fornleifa og menningar. Þessa arfleifð ber að vernda svo

komandi kynslóðir geti notið hennar.…”

 

"Ferðaþjónusta skal skipulögð með þeim hætti að hún geri hefðbundnum varningi, handverki og menningararfleið kleift að blómstra, frekar en að valda hnignun og leiða til einsleitni. ”

 (4. grein, mgr. 2 og 4. UNWTO, 2017) 

Að meta hugmyndir

EiningavísitalaSmella til að lesa  

I    Að skapa hugmyndir

 Leiðir til að verða meira skapandi í vinnu með óáþreifanlegan menningararf

I   Leiðir til að bæta hugmyndina þína

I   Hvernig getur hugmynd öðlast virði?

I   Hvert er félagslegt, menningarlegt og efnahagslegt virði hugmyndarinnar?

Að þróa hugmyndirSmella til að lesa  

A picture containing person, plant, colorfulDescription automatically generated
Í vinnu með óáþreifanlegan menningararf getur hugmyndaþróun verið fyrsta skrefið.
• Að temja sér skapandi hugsun getur hjálpað til við að þróa hugmyndir. 
“Sköpunarkraftur ýtir undir getuna til uppgötva nýjar og greinargóðar hugmyndir, tengsl og lausnir á vandamálum. Það er hluti af því sem drífur mannfólkið áfram – að hvetja til seiglu, kveikja gleði og skapa möguleika á raungervingu sjálfsins.”
Leiðir til að vera meira skapandi í vinnu með óáþreifanlegan menningararfSmella til að lesa  

A person standing in the snowDescription automatically generated with medium confidence

• Gefðu tíma fyrir sköpun og stefndu að afköstum. Haltu samt áfram að vinna þó að þú hafir engan innblástur. 
• Leiktu þér með frumgerðir (e. prototypes).
• Haltu áfram að læra.
• Vertu opinn og leiktu þér.
• Sigrastu á ótta þínum, mistök eru hluti af allri skapandi vinnu.
• Finndu hvað virkar fyrir þig, hlustaðu á tónlist, farðu í gönguferð, fáðu nægan svefn osfrv.
• Fjölbreytt endurgjöf er mikilvæg, fáðu að heyra sjónarmið annarra.
Veltu fyrir þér mörgum leiðum.
• Vertu opinn fyrir tækifærum og óvæntum atburðum.
• Taktu þér hlé, hvíldu hugann og endurstilltu fókusinn.
 

“Sköpunargáfa er að finna upp, gera tilraunir, vaxa, taka áhættu, brjóta reglur, gera mistök og hafa gaman."  -- Mary Lou Cook​

 
Að bæta hugmyndina Smella til að lesa  

A person holding a swordDescription automatically generated with low confidence
 
Frumkvöðlar sem starfa með óáþreifanlegan menningararf nota margvíslegar leiðir til vekja sköpunarkraft sinn.
Það er mikilvægt finna hvað virkar fyrir þig og nýta það til styðja við starf þitt.

"Sköpunargáfan bíður ekki eftir hinu fullkomna augnabliki. Hún tekur venjulegu stund og skapar sína eigin fullkomnu stund."  - Bruce Garrabrandt 

Systematic Inventive Thinking Smella til að lesa  

 
A picture containing grass, outdoor, sky, building

Description automatically generated
• Systematic Inventive Thinking ​​​ er tækni til að skapa nýjar lausnir með því að horfa á hugmyndir eða vörur frá öðru sjónarhorni 
• Hluti af því er aðferðin The Five Thinking Tools​​:
- Frádráttur
- Margföldun
- Deiling
- Sameining verkefna
- Eiginleikatengsl

 

 

Design thinkingSmella til að lesa  

   A picture containing personDescription automatically generated

  •        Design thinking​ er ferli sem stuðlar skapandi lausnum vandamála. Hún er leið til að meta og bæta hugmyndir þínar.
  •        Hún leggur áherslu á fólkið sem varan eða þjónustan er hönnuð fyrir. Hún spyr spurninga eins og: Hver er þörfin á bakvið vöruna/þjónustuna fyrir manneskjuna?
  •        Hún notar hluttekningu og horfir til sambands neytandans við vöru eða þjónustu. Þetta er ólíkt því skoða hvað þú eða einhver annar hefur trú á hann/hún mun nota vöruna / þjónustuna. 
  •        Hún ýtir undir hraða þróun og það koma frumgerðum (e. protitypes) út í prófun í stað þess að nota hugarflug eða langan rannsóknartíma. Varan eða þjónustan er síðan fínstillt til falla þörfum viðskiptavinarins.

 

 

Hvert er gildi hugmyndar?Smella til að lesa  

  • Það sem ein manneskja telur verðmætt gæti önnur talið einskis virði.
  • Mat á virði er tengt tíma og rúmi.
  • Við metum hugmyndina í samhengi.
  • Íhugaðu félagslegt, menningarlegt og efnahagslegt gildi hugmyndar þinnar.

Þegar þú vinnur að hugmyndinni þinni gætir þú spurt spurninga eins og:

  • Tel ég þessa hugmynd hafa eitthvað virði?
  • Á þessi hugmynd möguleika á að komast á markað?
  • Leysir þessi hugmynd vandamál?
  • Gæti þessi hugmynd skapað ágóða?
  • Er þörf fyrir þessa hugmynd núna? 
  • Hverjir eru styrkir og veikleikar hugmyndarinnar? 
Hefur hugmyndin menningarlegt virði? Smella til að lesa  
Hefur hugmyndin félagslegt virði?Smella til að lesa  
Hefur hugmyndin efnahagslegt virði? Smella til að lesa  
Samantekt

SamantektSmella til að lesa  

Sjálfsmat!

Dæmisögur sem tengjast efninu:

- Galdrasýningin á Ströndum




Lýsing:

Þú munt vita meira um óáþreifanlegan menningararf og hafa öðlast grunnskilning á hlutverki UNESCO í varðveislu hans.
Þú munt hafa öðlast grunnskilning á mismunandi leiðum til að vinna með óáþreifanlegan menningararf
Þú munt kynnast leiðum til að vinna frekar að hugmyndum þínum og leiðir til að meta gild þeirra.


Lykilorð

Óáþreifanlegur menningararfur Þróun hugmynda Aðferðin Systematic Inventive Thinking Design thinking Að meta gildi hugmynda


Markmið:

Í lok þessa námskeiðs, muntu hafa undirstöðuþekkingu á óáþreifanlegum menningararfi og starfi UNESCO. Þú munt hafa fengið innsýn inn í áhugaverðar umræður tengdar óáþreifanlegum menningararf og vita hvaða skref þú getur tekið ef þú vilt vinna með hann. Þú munt þekkja leiðir til að skapa fleiri hugmyndir, þróa þær með ólíkum aðferðum (Systematic Inventive Thinking) og leiðir til að meta gildi þeirra.


Heimildaskrá


© Copyrights 2020-2022

Útgáfa þessi endurspeglar eingöngu afstöðu höfundar og framkvæmdarstjórn ESB ber enga ábyrgð á því hvernig upplýsingar úr henni eru nýttar.

Legal description – Creative Commons licensing: The materials published on the NICHE project website are classified as Open Educational Resources' (OER) and can be freely (without permission of their creators): downloaded, used, reused, copied, adapted, and shared by users, with information about the source of their origin.