#

FRÆÐSLA

VERKÞÁTTUR 3

Fræðsla NICHE verkefnisins felur í sér leiðbeiningar og efni, ásamt heimildum fyrir frumkvöðlastarf. Má þar nefna dæmi um rekstur, rannsóknir og góða starfshætti. Ætlunin er að fræðsluefnið sé félagslega- og efnahagslega valdeflandi fyrir þá sem vinna á vettvangi óþreifanlegs menningararfs.

NICHE fræðslan tekur á þeim takmörkunum og þörfum sem tilgreindar eru í umsókn verkefnisins og staðfestist enn fremur í verkþætti 2. Eins og staðan er í dag er mikil þörf á því að setja saman aðgengilegt og faglegt fræðsluefni til efla fagmennsku í þeim greinum sem snúa að óáþreifanlegum menningararfi í heild sinni.

Samstarfsaðilar verkefnisins munu ákveða endanlega útkomu á fræðsæuefni NICHE á meðan á verkþætti 3 stendur. En endanleg útfærsla byggir einnig á niðurstöðu verkþætti 2. Að því sögðu er vert að taka fram að strax á þróunarstigi verkefnisins skilgreindu samstarfsaðilarnir bráðabirgða uppbyggingu á fræðsluefninu. Sjá hér að neðan:

  • Námsgögnin, innihald námsefnis, sem og dreifirit þurfa að vera notendavæn, nemendamiðuð og stutt, ásamt því að þau þurfa að taka mið af nýlegum vinsældum örþjálfunar
  • Verkþáttur 3 ætti að innihalda hagnýt dæmi til leiðbeiningar um efnið. Sem dæmi má nefna, dæmisögur, vitnisburði og sögur af góðum starfsháttum
  • Efnið ætti einnig að innihalda nokkurskonar leiðbeiningar fyrir fagfólk sem starfar með óáþreifanlegan menningararf.

Samstarfsaðilar verkefnisins voru sammála um að sniðmát verkefnisins ætti að vera aðgengilegt og auðvelt að nota, en hefðbundið sniðmát er oft löng dreifibréf eða skýrslur (á pappírsformi o.s.frv.) Efni NICHE verkefnisins ætti ef til vill að vera aðgengilegt á rafrænu formi, t.d. PDF, PowerPoint, stutt myndbönd, sjálfsmatslíkön og kannanir. Þá mætti einnig setja efnið fram í formi námskeiðs þar sem leiðbeinandi og nemendur hittast augliti til auglitis, eða jafnvel blanda af þessu tvennu. Samstarfsaðilar verkefnisins munu áfram ræða hvernig best er að setja fram efnið og komast að niðurstöðu eftir því sem líður á verkefnið.

Viðfangsefnin sem skoðuð verða fyrir NICHE verkefnið voru upphaflega greind á undirbúningsstigi verkefnisins og var þar tekið tillit til mats og greiningar á stöðu mála í eftirfarandi efnum:

  • „Hvað, hvar og hvernig“ í tengslum við óáþreifanlegan menningararf og skilja skilgreiningu og undirflokka UNESCO á óáþreifanlegum menningararfi
  • Lykilatriði í tengslum við vernd á óáþreifanlegum menningararfi
  • Að opna félagslega- og efnahagslega möguleika óáþreifanlegs menningararfs: Hvernig á að nýta óáþreifanlegar eignir?
  • Samskipti og miðlum þekkingar
  • Fjármálalæsi og hæfni til stjórnunar
  • Stefnumótun, skapandi hugsun og sameiginlegur eignarhlutur
  • Stafræn hæfni

Viðbúið er að viðfangsefnunum muni fjölga þegar að verkþætti 2 er lokið þannig að listinn hér að ofan er ekki endanlegur. Þá er einnig ljóst að vinna í verkþætti 2 fer að mestu fram á ensku og því er það verkefni verkhluta 3 að þýða og aðlaga viðfangsefnin að hverju samstarfslandi fyrir sig. Þannig er tekist á við þá áskorun að verkefnið er unnið í samstarfi nokkurra Evrópulanda sem tala mismunandi tungumál. Með því að þýða verkefnin yfir á móðurmál allra landanna er leitast eftir því að tryggja sem víðtækastan aðgang að efninu bæði á meðan NICH verkefninu stendur og eins eftir að því lýkur. Tungumálin sem í boði verða eru gríska, íslenska, ítalska, spænska og að sjálfsögðu enska.

Samstarfsaðilar NICHE verkefnisins munu einnig prufukeyra fræðsluefnið í raunverulegum aðstæðum þar sem markhópur verkefnisins tekur þátt í þjálfun. Efnið verður prufað bæði augliti til auglitis sem og með rafrænum hætti.

Afurðir NICHE verkefnisins verður prufað að minnsta kosti 180 sinnum í öllum þátttökulundunum, þar með ætti að fást marktæk endurgjöf um hönnun, mikilvægi og eiginleika NICHE námsefnisins.