#

SAMSTARFSAÐILAR

Nýheimar Þekkingarsetur

#

Nýheimar voru byggðir árið 2002 og starfaði sem óformlegt samstarfsnet stofnana þar til árið 2013 þegar Nýheimar Þekkingarsetur var stofnað. Þekkingarsetrið er samstarfshattur ólíkra stofnana sem starfa á sviði menntunar, menningar, nýsköpunar og rannsókna á Suðausturlandi. Tólf stofnanir eru aðilar að setrinu sem allar eru þær með sértæka þekkingu og reynslu á sínu sviði. Nýheimar Þekkingarsetur sameinar þessar ólíku stofnanir undir einn hatt í þeim tilgangi að efla samvinnu og skapa öflugt þekkingarsamfélag á landsbyggðinni, stuðla að jákvæðri byggðaþróun á Suðausturlandi og bæta lífsgæði á svæðinu.

Eitt af megin viðfangsefnum Nýheima þekkingarseturs er að leiða samstarf þessara stofnana og stýra samstarfsverkefnum þeirra. Starfsemi setursins felur einnig í sér mótun og fjármögnun kjarnaverkefna sem unnin eru að frumkvæði og forsjá setursins. Leggur setrið áherslu á að móta kjarnverkefni sem þykja styðja við menningu, nýsköpun, menntun, rannsóknir, uppbyggingu samfélagsins og að auka möguleika og lífsgæði svæðisins. Þótt starfsemi Þekkingarsetursins snúi fyrst og fremst að nærsamfélagi þess þá hefur það í auknum mæli leitað eftir samstarfi við hliðstæð þekkingarsamfélög annars staðar á landsbyggðinni sem og erlendis. Þátttaka í margvíslegum samstarfsverkefnum er því umfangsmikill hluti starfsseminnar.

Fara á síðu