#

KORTLAGNING

01

KORTLAGNING

KORTLAGNING AÐ TENGJA FAGFÓLK VIÐ EVRÓPSKA HÆFNIRAMMANN OG ESCO

NICHE er ætlað að skilgreina nákvæma hæfni fólks sem starfar við óáþreifanlegan menningararf. Skortur á sérsniðinni þjálfun á þessu sviði er undirstrikað í skýrslu framkvæmdarstjórnar ESB frá júní 2019 „Að efla samstarf innan ESB um hæfni, þjálfun og miðlun þekkingar í starfsstéttum sem snúa að menningararfi“: rannsóknin sýnir brýna þörf til að íhuga hvernig best sé að efla, stuðla að og vernda hefðbundna, tæknilega og faglega færni fólks.

NICHE mun þróa þjálfunarúrræði, námskeið og verkfæri til að koma til móts við skort á þjálfun fyrir fagfólk í óáþreifanlegum menningararfi. Í öðrum verkþætti munu samstarfsaðilar vinna sérstaklega að:

#

KORTLEGGJA OG SKILGREINA ATVINNUSTARFSEMI Í ÓÁÞREIFANLEGUM MENNINGARARFI

#

SKILGREINA OG FLOKKA ÞÆR ATVINNUGREINAR SEM TILHEYRA ÓÁÞREIFANLEGUM MENNINGARARFI

#

BERA SAMAN VIÐ SKILGREININGAR ESCO (EVRÓPSK FÆRNI, HÆFNI, RÉTTINDI OG STÖRF): SKILGREINA HVERNIG HÆFNI FLOKKAST

#

SKILGREINA VIÐEIGANDI STIG EVRÓPSKA HÆFNIRAMMANS: HVAR ÓÁÞREIFANLEGUR MENNINGARARFUR FER SAMAN VIÐ MÆLIKVARÐA HÆFNIRAMMANS

02

ÞÆTTIR NÝSKÖPUNAR

Annar verkþáttur í verkefninu felur í sér samanburð starfshæfni og hæfniramma, færni sem er nú þegar til en ekki skilgreind hvað varðar til dæmis hlutverk. NICHE er ætlað að ná til þeirra sem starfa við óáþreifanlegan menningararf. Við munum skilgreina núverandi ástand með skilvirkum, mælanlegum og stefnumótandi rannsóknaraðferðum (núverandi störf, starfagreiningu, námskrár o.s.frv.).

03

VÆNTANLEG ÁHRIF

Greiningarvinna í öðrum verkþætti er nauðsynleg til að þriðji þáttur gangi eftir, en hann snýr að þróun námsefnis fyrir markhópinn. Greiningarvinnan veitir upplýsingar um innihald, uppbyggingu, framsetningu o.fl. sem er byggt á þörfum markhópsins. Til viðbótar þessum innri áhrifum hefur þessi greiningarvinna áhrif alla þætti sem snúa að óáþreifanlegum menningararfi. Þessir þættir samanstanda af mikilvægum hagsmunaaðilum (félagasamtökum, stofnanir, opinberir aðilar, iðn- og atvinnufyrirtæki o.s.frv.) Verkþátturinn mun veita betri innsýn fyrir þessa aðila.

04

NOTKUNAR MÖGULEIKAR

Annar verkþáttur hefur töluverða notkunar möguleika, aðferðarfræðin og verkfærin sem þróaðar verða, verður hægt að nota á meðan verkefninu stendur sem og eftir að því lýkur. Þá er átt við að tæknin, framkvæmdin og afurðirnar verða opnar almenningi á vefsvæði verkefnisins.