#

ORÐALISTI

ÓÁÞREIFANLEGUR MENNINGARARFUR

Hefðir sem við höfum erft frá forfeðrum okkar og hafa borist til okkar og afkomenda okkar. Sem dæmi má nefna munnlegar hefðir, þekking til að búa til ákveðið handverk, sviðlistir, félagsleg vinnubrögð, hátíðir, þekking og venjur sem tengjast náttúru og alheiminum í heild sinni.

Óáþreifanlegur menningararfur

Óáþreifanlegur menningararfur spannar vítt svið og vísar til hefða sem lifa með því að vera deilt á milli fólks.

Óáþreifanlegur menningararfur

“Óáþreifanlegur menningararfur felur í sér siði, framsetningu, tjáningarform, þekkingu og færni – auk tækja, hluta, listmuna og menningarrýma sem tengjast þeim, sem samfélög, hópar og í sumum tilvikum einstaklingar telja hluta af menningararfleifð sinni”. Skilgreining UNESCO á óáþreifanlegum menningararf, okkar þýðing.

Þekking

Þekking er safn staðreynda, meginreglna, kenninga og starfsvenja sem tengjast starfs- eða námssviði. Í samhengi við evrópska hæfnirammann er þekkingu lýst sem fræðilegri og/eða byggðri á staðreyndum (Evrópuþingið og ráðið, 2008).

Að tengjast öðrum

Að hitta annað fólk/hagaðila með sömu eða svipuð áhugamál og deila hugmyndum og þekkingu.

Að byggja upp getu

Grasrótarferli þar sem þátttakendur samfélags deila hæfni, hæfileikum, þekkingu og reynslu sem styrkir og þróar þau sjálf og samfélagið.

Aðalstarfsemi (Primary Activites:):

Atvinnustarfsemi sem stuðlar beint að framleiðslu.

Deming Cycle

Enn einn af öflugustu og áreiðanlegustu verkfærum til að meta skipulagsferla og samræmi þeirra við innri staðla/markmið.

Design thinking

Design thinking er ferli sem stuðlar að skapandi lausnum vandamála. Hún er leið til að meta og bæta hugmyndir þínar. Design thinking er sniðin að fólki, leggur áherslu á fólkið sem varan eða þjónustan er hönnuð fyrir. Hún spyr spurninga eins og: Hver er þörfin á bakvið vöruna/þjónustuna fyrir manneskjuna?

Fimm krafta líkanið (Porter’s Five Forces)

Líkan fimm krafta er viðmiðunarrammi til að greina og meta samkeppnisvirkni tiltekinnar atvinnugreinar/geira. Ramminn inniheldur fimm breytur („kraftar“) sem skoða samkeppni og þær samkeppnisáskoranir sem fyrirtæki standa frammi fyrir.

Frumkvöðlastarf

Í frumkvöðlastarf eru tækifæri og hugmyndir nýttar og breytt í virði. Verðmætin sem skapast geta verið fjárhagsleg, menningarleg eða félagsleg (FFE-YE, 2012).

Frumkvöðlastarf

Frumkvöðlastarf snýst um að skapa tækifæri fyrir starfsemi af einhverju tagi, til dæmis með því að stofna eða bæta fyrirtæki.

Framkvæmd

Ferlið við að gera eitthvað virkt eða árangursríkt

Færni

Hæfni er að geta beitt til þekkingu til að klára verkefni og leysa vandamál. Í samhengi við evrópska hæfnirammann er færni lýst sem vitrænni (sem felur í sér notkun innsæi og rökrænnar og skapandi hugsunar) eða hagnýtri (sem felur í sér handlagni og notkun aðferða, efna, verkfæra og tækja) (Evrópuþingið og ráðsins, 2008).

Gildi hugmyndar

Það sem ein manneskja telur vera mikils virði, gæti önnur talið einskis virði. Gildi byggir á tíma og rúmi. Við metum hugmyndir okkar í starfi með óáþreifanlegan menningararf í samhengi.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Sameinuðu þjóðirnar hafa tilgreint 17 heimsmarkmið til að leiðbeina í átt að sjálfbærari þróun.

Hugmyndavinna

Hugmyndavinna er ferli sem felur í sér að fá hugmyndir, vinna úr þeim, móta þær og þróa. Ferlið snýst líka um að rýna hugmyndir og skoða frá mismunandi sjónarhornum.

Hæfni

Í samhengi við DigComp er hæfni skilin sem safn þekkingar, færni og viðhorfa.

Hagaðilar

Hagaðilar eru einstaklingar, hópar og stofnanir með beinan eða óbeinan áhuga á verðmætaskapandi starfsemi og áhrifum hennar

Handleiðsla

Einn-á-einn stuðningur frá aðila eða hópi sem hefur unnið svipaða vinnu – og er ráðgefandi og hjálpar gegnum áskoranir.

Jafningjanám

Að læra með eða af hverju öðru bæði á formlegan og óformlegan hátt sem námsfélagar, án hvers kyns yfirboðara.

Leitarvélabestun

Vísar til aðferða sem beita má til að vefsíða raðist ofar í niðurstöðum leitarvéla

Móttækileg hönnun

Vefhönnun sem hægt er að laga að hvaða stafrænu tæki sem er (tölva, snjallsími, spjaldtölva o.s.frv.).

Markmiðasetning

Markmiðasetning snýst um að setja sér markmið og gera áætlun um hvernig eigi að ná þeim.

Netreglur

Reglur um hegðun á netinu eða stafrænum heimi

Persónulegir færniþættir

Persónuleg hæfni sem þróast og breytist. Hæfni af þessu tagi er mikilvæg í öllum starfsgreinum. Persónulega hæfni má öðlast og efla til dæmis með menntun og reynslu.

Rammi

Grundvallar uppbygging hugmynda

Secondary Activities

Atvinnustarfsemi sem er nauðsynleg fyrir vinnslu, s.s. aðföng. Án þeirra gæti framleiðslan ekki átt sér stað.

Skýið

Hýsingarþjónusta á netinu þar sem hlaða má upp, geyma, deila eða breyta margmiðlunarskrám.

Stjórnun

Athöfnin eða færni til að stjórna og taka ákvarðanir um fyrirtæki

Stafrænt frumkvöðlastarf

Stafrænt frumkvöðlastarf er frumkvöðlastarf sem felur í sér notkun á stafrænni tækni (sér í lagi samfélagsmiðla, gríðargögn, farsíma- og skýlausnir). Tilgangur þessarar notkunar getur verið að bæta rekstur fyrirtækja, finna upp ný viðskiptamódel, bæta viðskiptagreind eða að eiga samskipti við viðskiptavini og hagaðila.

Stafrænt læsi

Í samhengi við DigComp vísar stafræn færni til kunnáttu einstaklings í upplýsingatæknikerfum, verkfærum og stafrænni færni og hæfni hans til að rannsaka, afkóða og túlka gögn á netinu.

Stafræn markaðsstefna

Stefnan til að gera vörumerki þekkt í gegnum stafrænt umhverfi. Stafræn markaðssetning nær yfir mörg svið, en sum þeirra eru SEO, markaðssetning á tölvupósti og samfélagsmiðlaaðferðir.

Símenntun

Símenntun er samþætting náms og lífs og nær yfir alla ævi manneskjunnar, frá vöggu til grafar. Átt við við ævilangt og alhliða nám sem á sér stað með margvíslegum hætti og uppfyllir fjölbreyttar námsþarfir og kröfur.

Sýn

Sýn má skilgreina sem væntingar til framtíðar; eitthvað sem við sjáum fyrir okkur sem ákjósanlega stöðu og kappkostum að ná.

SEO

Bestun fyrir leitarvélar, þ.e. aðferðir og aðgerðir til að hámarka sýnileika og staðsetningu vefsvæðis í mismunandi leitarvélum á netinu.

Samfélagsúttekt

Að lista eignir, hefðir, sögulegar byggingar, sögur o.fl. sem telst einstakt á þínu svæði og gætu gefið möguleika fyrir samfélagið þegar kemur að atvinnutækifærum, auk félags- og umhverfisleg tækifæri.

Samfélagsþátttaka

Ferlið að vinna í samvinnu við og í gegnum hópa fólks sem deilir landfræðilegri nálægð, sérstökum áhuga eða svipuðum aðstæðum til að takast á við málefni sem hafa áhrif á velferð þessa fólks.

Tengslanet

Samskiptaferli þar sem skipst er á upplýsingum og félagsleg eða fagleg samskipti þróuð.

Tengslanet

Venjulega óformlega tengdur hópur eða samtök einstaklinga (svo sem vinir eða vinnufélagar)

Tengslanet

Rými eða vettvangur til að deila þekkingu eða fyrir þekkingarmiðlun.

UNESCO

UNESCO er Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna og fer með menntunar-, vísinda- og menningarmál. Tilgangur UNESCO er að vinna að því að koma á friði í heiminum og tryggja öryggi íbúa heimsins með því að stuðla að alþjóðlegri samvinnu milli aðildarríkja á sviði mennta-, vísinda- og menningarmála.

Verðmætasköpun

Verðmætasköpun er afrakstur mannlegra athafna þar sem hugmyndum er breitt í aðgerðir sem skapa verðmæti. Þetta geta verið félagsleg, menningarleg eða efnahagslegverðmæti. (EntreComp, orðalisti).

Viðhorf

Viðhorf eru hvatning til frammistöðu. Þau fela í sér gildi, vonir og forgangsröðun.

Viðskiptalíkan

Hvernig fyrirtæki skapar verðmæti og vinnur að efnahagslegri sjálfbærni.

Vörumerki

Ferlið við að byggja upp og búa til vörumerkið.