#

FRÉTTIR

Kortlagningu og greiningu lokið í NICHE

2021-12-20

#

Skýrslan Kortlagning og greining: að tengja störf við óáþreifanlegan menningararf við EQF og ESCO er nú aðgengileg á netinu, á ensku. Um er að ræða afurð annars verkþáttar Erasmus+ verkefnisins NICHE. Í skýrslunni má finna yfirlit yfir kortlagningu á færni fólks sem starfar á sviði óáþreifanlegs menningararfs og greiningu á henni út frá Evrópska viðmiðarammanum um menntun og hæfni (European Qualifications Framework, EQF) og Evrópska færni, hæfni, réttindi og störf (ESCO).

Í skjalinu eru teknar saman niðurstöður umfangsmikillar greiningar á sviði óáþreifanlegs menningararfs. Kortlagningin var framkvæmd á landsvísu, af öllum aðilum verkefnisins: í Grikklandi (Hellenic Open University), á Íslandi (Þekkingarnet Þingeyinga og Nýheimar Þekkingarsetur), á Írlandi (Irish Rural Link), á Ítalíu (Pescara Municipality og IDP), á Spáni (IWS) og í Svíþjóð (Halsingland Education Association). Belgískir samstarfsaðilar (IHF) sáu um að útfæra rannsóknina á Evrópusambandsvettvangi.  

Lokaskýrslan og stutt samantekt á íslensku eru aðgengilegar á vefsíðu NICHE. 

Samstarfsaðilar kortlögðu og greindu störf á sviði óáþreifanlegs menningararfs, undir handleiðslu Hellenic Open University sem fór fyrir öðrum verkþætti:  

1. Kortlagning og greining atvinnulífs á sviði óáþreifanlegs menningararfs: 
a). Skref og verklag í starfsemi og verkefnum á sviði óáþreifanlegs menningararfs 
b). Út frá þeirri greiningu var dregin upp mynd af nauðsynlegri fagþekkingu og hæfni, svo sem kröfum um þekkingu og færni þeirra sem vinna við óáþreifanlegan menningararf; skipulag, samskipti, verkefnastjórnun, fjáröflun, stjórnun, gerð fjárhagsáætlana og svo framvegis.  
c). Sérhæfing, störf og atvinna sem tengjast óáþreifanlegum menningararfi í dag

2. Greina og flokka faglega hæfni í óáþreifanlegum menningararfi
a). Þróa flokkun í starfsgreininni út frá ofangreindu
b). Gera grein fyrir faglegum kröfum, hæfni og færni sem þarf til að sinna þessari starfsemi 

3. Greining með tilliti til ESCO: greina í hvaða flokk ESCO þessi hæfni fellur 

4. Greina viðeigandi EQF þrep: staðsetja faglega hæfni í óáþreifanlegum menningararfi á mælikvarða EQF, einkum miðað við EQF frá 3 til 5.  

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt til nokkrar leiðir en ekki er til sameiginlegur rammi, með vísan í ESCO kerfið, fyrir faglega hæfni þeirra sem vinna með óáþreifanlegan menningararf. Meðal niðurstaðna annars verkþáttar (IO2) er þar af leiðandi að benda á algengustu hæfniþætti sem skilgreindir voru í landsskýrslum og gætu komið að gagni við hönnun og þróun þjálfunarinnar sem kemur í framhaldinu (verkþáttur IO3 – Þróa og veita þjálfun).   

NICHE er 24 mánaða Erasmus+ verkefni sem unnið er af hópi níu samstarfsaðila frá sjö Evrópulöndum (Íslandi, Írlandi, Ítalíu, Spáni, Grikklandi, Svíþjóð og Belgíu). Markmið NICHE (Nurturing Intangible Cultural Heritage for Entrepreneurship) er að efla frumkvöðlastarf á sviði óáþreifanlegs menningararfs með því að þróa nýjar leiðir til þjálfunar þeirra sem starfa við greinina (núverandi og tilvonandi). Með þjálfuninni er leitast við að efla frumkvöðlastarf innan greinarinnar, auka samkeppnishæfni  og viðhalda vexti hennar. 

Lokaskýrsla og stutt samantekt eru aðgengilegar hér: https://www.nicheproject.eu/mapping.php