#

Vínhestar (es. Caballos de Vino) í La Cartuja, Spáni


Innihald

Helgisiðir kringum röð atburða þar sem hestur er í aðalhlutverki. Í þessu felst meðal annars sú athöfn að klæða hesta í glæsilegar skikkjur með silki- og gullútsaumi. Skrúðgöngur eru síðan haldnar með prúðbúnum hestum í fygld fjögurra einstaklinga sem ganga með hestunum. Bæjarbúar safnast í gönguna fyrir aftan hestana. Athöfninni fylgir kapphlaup upp að kastala þar sem veitt eru verðlaun, bæði fyrir árangur í kapphlaupi og á sviði útsaumaðra skikkja. Þekkingu og tækni sem snýr að umönnun, ræktun, tamningu og meðhöndlun hestanna er miðlað innan fjölskyldna og hópa. Útsaumstæknin er lærð á námskeiðum og innan fjölskyldna.

Á safni helguðu vínhestunum í Jerez de la Frontera er saga og uppruni hátíðarinnar kynnt með ýmsu móti, svo sem með hljóð- og myndefni, auk þess sem frætt er um nútímaform hátíðarinnar. Sótt hefur verið um að fá hátíðina samþykkta á skrá yfir óáþreifanlegan menningararf mannkyns.


Heimildaskrá


© Copyrights 2020-2022

Útgáfa þessi endurspeglar eingöngu afstöðu höfundar og framkvæmdarstjórn ESB ber enga ábyrgð á því hvernig upplýsingar úr henni eru nýttar.

Legal description – Creative Commons licensing: The materials published on the NICHE project website are classified as Open Educational Resources' (OER) and can be freely (without permission of their creators): downloaded, used, reused, copied, adapted, and shared by users, with information about the source of their origin.