#

Að vinna með óáþreifanlegan menningararf – Gildi og þróun eigin hugmynda


|    Námskeiðsmat    |       Hljóð    |    Hlaða niður: /




Hvað er óáþreifanlegur menningararfur?

EiningavísitalaSmella til að lesa  

I    Skilgreiningar á óáþreifnalegum menningararfi

  Hlutverk UNESCO

I    5 svið óáþreifanlegs menningararfs

I    Menningararfur og óáþreifanlegur menningararfur

I    Áhugaverðir umræðupunktar tengdir óáþreifanlegum menningararfi

Skilgreining á óáþreifnalegum menningararfiSmella til að lesa  

“Óáþreifanlegur menningararfur felur í sér siði, framsetningu, tjáningarform, þekkingu og færni – auk tækja, hluta, listmuna og menningarrýma sem tengjast þeim, sem samfélög, hópar og í sumum tilvikum einstaklingar telja hluta af menningararfleifð sinni”

Skilgreining frá UNESCO

A picture containing textDescription automatically generated
Hlutverk UNESCOSmella til að lesa  

“Þar sem stríð eiga upptök sín í hugum manna þá er það í mannshuganum sem við þurfum að treysta varnir friðarins;”

UNESCO er Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna og  fer með menntunar-, vísinda- og menningarmál. Tilgangur UNESCO er að vinna að því að koma á friði í heiminum og tryggja öryggi íbúa heimsins með því að stuðla að alþjóðlegri samvinnu milli aðildarríkja á sviði mennta-, vísinda- og menningarmála.

UNESCO hefur gegnt mikilvægu hlutverki á heimsvísu við að auka meðvitund fólks um óáþreifanlegan menningararf. 

Yfir 180 ríki eru nú aðilar að Sáttmála UNESCO um varðveislu óáþreifanlegs menningararfs frá árinu 2003.

Tilgangur sáttmálans frá árinu 2003 er: 

a) að varðveita óáþreifanlegan menningararf
b) tryggja virðingu fyrir óáþreifanlegum menningararfi í samfélögum, hópum og þeim einstaklingum sem í hlut eiga 
c) að efla vitund, bæði á staðbundið, á innlendum og alþjóðlegum vettvangi, um mikilvægi menningarerfða og tryggja að þær njóti gagnkvæmrar virðingar
d) að koma á alþjóðlegri samvinnu og aðstoð.
 

Hluti af starfi UNESCO í samstarfi við aðildarríki á sér stað í gegnum lista sáttmálans:

Heimasíða UNESCO um óáþreifanlegan menningararf geymir upplýsingar um starf UNESCO en býður einnig upp á möguleikann á að sjá skráðan óáþreifanlegan menningararf á sjónrænan og gagnvirkan hátt:

Dive into Intangible Cultural Heritage

 

Fimm svið óáþreifanlegs menningararfs Smella til að lesa  

Óáþreifanlegur menningararfur eins og hann er skilgreindur af UNESCO er skipt niður í eftirfarandi svið:

 

A. Munnlegar hefðir og tjáning, þar á meðal tungumál sem hluti hins óáþreifanlega menningararfs

Gífurlegur margbreytileiki talaðs máls. Oftast eru tungumál algeng og geta verið notuð af heilum samfélögum á meðan önnur eru takmörkuð við sérstaka þjóðfélagshópa 

Málshættir, gátur, sögur, barnavísur, þjóðsögur, goðsagnir, lög og ljóð, töfraþulur, bænir, möntrur, söngvar, handrit og fleira

Munnlegar hefðir og orðatiltæki eru notuð til að miðla þekkingu, menningarlegum og félagslegum gildum og sameiginlegu minni

B. Sviðslistir 

Þetta getur falið í sér tónlist, dans og leikhús, óperur, söngva og annars konar listræna tjáningu sem er miðlað frá kynslóð til kynslóðar.

Þær innihalda fjölmörg menningarleg tjáningarform sem endurspegla sköpunargáfu mannsins og finnast einnig að einhverju leyti á öðrum sviðum óáþreifanlegs menningararfs.

C.  Félagslegir siðir, athafnir og hátíðir

Félagslegir siðir sem hafa áhrif á líf samfélaga og hópa sem hefur áhrif á íbúa þess.

Helgisiðir og hátíðarviðburðir eiga sér oft stað á sérstökum stað og stund og minna oft samfélög á ýmsar hliðar heimsmyndar þess og sögu.

Félagslegar venjur móta daglegt líf og meðlimir samfélagsins þekkja þær, jafnvel þó ekki taki allir þátt í þeim.

D.  Þekking og venjur er varða náttúruna og alheiminn

Þekking, kunnátta, færni, starfshættir og framsetning þróuð af samfélögum í samskiptum við náttúrulegt umhverfi

Fjölmörg svið eins og hefðbundin vistfræðileg kunnátta, þekking frumbyggja, þekking á staðbundnu dýra- og gróðurlífi, grasalækningar, helgisiðir, viðhorf, vígsluathafnir, stjörnuspeki, sjamanismi, eignarsiðir, félagssamtök, hátíðir, tungumál og sjónlistir.  

E.  Þjóðlegt handverk

Það eru fjölmargar útfærslur hefðbundins handverks: verkfæri; fatnaður og skartgripir; búningar og leikmunir fyrir hátíðir og sviðslistir; ílát, hlutir sem notaðir eru til geymslu, flutnings og varðveislu; list til skreytingar og hlutir til helgiathafna; hljóðfæri og heimilisáhöld og leikföng, bæði til skemmtunar og fræðslu.

Færnin sem felst í því að búa til handverk er eins fjölbreytt og hlutirnir sjálfir og eru allt frá fíngerðri, nákvæmnisvinnu eins og að framleiða pappírsljósker yfir í grófvinnu eins og að búa til trausta körfu eða þykkt teppi.