#

Þróun sýnar


|    Námskeiðsmat    |       Hljóð    |    Hlaða niður: /




Markmið

MarkmiðSmella til að lesa  

  •   Þróa hugmyndir: Ferli hugmyndavinnu verður tekið til umfjöllunar og gefin dæmi um aðferðir sem geta gagnast við að greina tækifæri, skipuleggja hugsanir sínar og móta hugmyndir.
  • Setja markmið: Markmiðasetning felst í því að átta sig á hvert við stefnum og gera áætlun um hvernig við komumst á þangað. Í námsefninu eru gefin ráð um árangursríkra markmiðasetningu. 
  • Mæta hindrunum: Kynntar verða leiðir til að greina hindranir og gera áætlun um hvernig takast megi á við úrlausnarefnum sem upp kunna að koma.   
Kynning

Óáþreifanlegur menningararfurSmella til að lesa  

Menningarerfðir, sem flytjast frá kynslóð til kynslóðar, eru í stöðugri endursköpun í samfélögum og hópum fólks sem svar við umhverfinu og þáttur í viðbrögðum fólks við náttúrunni og sögunni, þær styrkja sjálfsmynd þess og tilfinningu fyrir sögulegri framvindu og stuðla þannig að virðingu fyrir menningarlegri fjölbreytni og sköpun

UNESCO

Frumkvöðlastarf og óáþreifanlegur menningararfurSmella til að lesa  

 

Hvers vegna frumkvöðlastarf?

• Hlutur frumkvöðla er mikilvægt framlag til hagkerfisins.​

• Hugvit og nýsköpun eru ótakmörkuð auðlind.​

• Ný störf og verðmætasköpun.​

• Styður við mörg af heimsmarkmiðum. Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun

 

Hvers vegna óáþreifanlegur menningararfur?

• Íslendingar eru meðal þeirra 180 þjóða sem eru aðilar að Samningi Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna um varðveislu menningarerfða.
• Eykur skilning og virðingu fyrir umhverfi og hefðum.​
Hagrænn ávinningur.​
• Jákvæð áhrif á sjálfsmynd og tengsl, til dæmis tengsl við svæði og samskipti fólks með ólíkan bakgrunn.​
• „Hefðir lifa vegna þess að þeim er miðlað mann fram af manni“.
 

 

 
Arfleifðin er hluti af staðbundinni sjálfsmynd og menning er meðal drifkrafta sjálfbærrar þróunar. Með því að þróa starfsemi á þessu sviði er hægt að endurvekja gleymda svæðisbundna möguleika, með einstökum tækifærum í ferðaþjónustu, aukinni atvinnu og fleiri jákvæðum áhrifum á lífsgæði.
                                                                                                                                                 
                                                                            Vasile Valentina et al. / Procedia - Social and Behavioral Sciences 188 (2015) 16 – 26[þýðing NKC]
Að sjá fyrir sér framtíðina og greina tækifærin

Að sjá fyrir sér framtíðina og greina tækifærin Smella til að lesa  

Hver eru tækifæri frumkvöðla á sviði óáþreifanlegs menningararfs? ​

Óáþreifanlegur menningararfur spannar vítt svið og er í sífelldri þróun. ​

Tækifærin leynast því víða!

I Hugmyndavinna: Kynning á ferli hugmyndavinnu sem leið til móta framtíðarsýn.

I  greina tækifæri:  uppgötva og greina tækifæri.

I Markmiðasetning: Aðferðir við markmiðasetningu settar fram sem mikilvægur liður í að árangri.

I Persónulegir hæfniþættir: Eiginleikar sem öðlast og tileinka sér til dæmis með fræðslu og reynslu.

HugmyndavinnaSmella til að lesa  

​Hugmyndavinna er ferli sem gengur út á kalla hugmyndir fram og vinna þær áfram, móta og þróa. Hugmynd er rýnd og reynt er að nálgast hana frá ólíkum sjónarhornum. Leitast er við að skoða allar hliðar málsins, jafnvel þær sem í fyrstu virðast ófyrirsjáanlegar.​

Leggja má af stað með enga hugmynd, margar hugmyndir eða jafnvel hugmynd sem komin er á framkvæmdastig. ​

 

Fjölmargar leiðir eru færar til að þróa hugmyndir sínar. Aðferðir til hugmyndavinnu hafa verið þróaðar og prófaðar við margvíslegar aðstæður og geta átt misvel við ólík verkefni og ólíka einstaklinga. ​

Árangursríkt getur reynst að blanda saman aðferðum við þróun hugmynda! ​



 

Hugmyndavinna – dæmi um aðferðirSmella til að lesa  

Þankahríð

Leið til að kalla fram hugmyndir. Aðferðinni má beita hvort sem er á eigin spýtur eða í hópi.

Gjarnan er mælt með þankahríð án áreitis frá tölvum og snjalltækjum. Árangursríkara getur reynst að skapa andrúmsloft og aðstæður sem opnað geta hugann og örvað hugsanir. Hvað með að setjast út undir bert loft með blað og penna? ​

Hugarkort

Hugarkort má teikna hvort sem er með penna og pappír eða þar til gerðu forriti. Með hugarkorti fær þróun hugmynda/r á sig sjónræna mynd og auðveldara verður að útfæra, flokka, tengja og skipuleggja hugsanir. ​

Stjarnan

Teiknuð er stjarna með sex anga.
Hugmyndin, sem unnið er með, er skrifuð í miðja stjörnuna. Spurnarorðum er svo deilt niður á anga stjörnunnar: hver, hvað, hvar, hvenær, hvers vegna og hvernig. Hugmyndin er síðan skoðuð í ljósi spurninga sem hefjast á framangreindum spurnarorðum. 

6 hattar

Aðferð, úr smiðju Edward de Bono, til bæta og skipuleggja hugsanir og ákvarðanatöku.

Hugmynd skoðuð á gagnrýninn hátt, frá ólíkum sjónarhornum, með því að „setja upp ólíka hatta“. Hver hattur táknar ákveðið sjónarhorn eða afstöðu: Jákvæðni, neikvæðni, upplýsingar, tilfinningar, sköpun, skipulag. ​

Þessari aðferð er einkum beitt í hópvinnu. Árangursríkast er að takmarka tímann sem hver einstaklingum ber hvern hatt og miða aðeins við örfáar mínútur.

Sviðsmyndir

Að líta til framtíðar felur ávallt í sér töluverð óvissu. Draga má upp sviðsmyndir sem varpa ljósi á mögulega stöðu í framtíðinni. Þannig er hægt að fá ákveðinn undirbúning fyrir þróun mála. Aðferðina má því líta á eins konar hermi fyrir framtíðina!

Þegar framtíðin er teiknuð upp í formi sviðsmynda er mögulegt að taka tillit til margvíslegra þátta svo sem breytinga á viðskiptahegðun eða náttúru.

Vinnu með sviðsmyndir útfæra eftir ólíkum áherslum til dæmis með því einbeita sér annað hvort greiningu eða spá. Á heildina litið er öll vinna með sviðsmyndir þó aðferð til stefnumótunar sem getur verið mjög gagnleg þegar gerðar eru langtímaáætlanir sem leyfa sveigjanleika.

Greina tækifæriSmella til að lesa  

Hvort sem nýju verkefni er komið af stað eða unnið að þróun eða aðlögun starfsemi sem þegar er í rekstri hefur mikið að segja að frumkvöðlar geti greint og metið tækifæri. Líklega eru möguleikar á sviði óáþreifanlegs menningararfs nánast óþrjótandi.

En hvernig greinum við tækifæri?

 

Að greina tækifæri er ferli sem má æfa og bæta. Hafa ber í huga að um að ræða viðvarandi ferli sem á við á öllum stigum í frumkvöðlastarfsemi. Margvíslegar aðferðir, viðmið og leiðbeiningar geta hjálpað til við að greina tækifæri! Leiðir sem skoða margþættar hliðar sem skipta máli í innra og ytra umhverfi starfsemi geta verið mjög gagnlegar í þessu ljósi. 

Þegar leitað er að tækifærum...

...rannsakaðu, kannaðu og safnaðu upplýsingum um markaðinn.

...vertu vakandi fyrir nýjum upplýsingum um þróun markaða.
...horfðu eftir vöntun á markaði.

...veltu fyrir þér hvernig þú getur uppgötvað tækifæri og búðu þau til!

Greina tækifæri – dæmi um aðferðirSmella til að lesa  

Mat á markaðstækifærum

Mat á markaðstækifærum getur verið gagnlegt fyrir allar gerðir fyrirtækja og stofnana. Aðferðinni má beita á ýmsan máta og hægt að finna leiðbeiningar um ólíkar útfærslur. Helsti tilgangur þessa mats er að rýna nokkra lykilþætti í starfseminni til dæmis með því að gera nákvæma rannsókn á viðskiptavinum, samkeppni, viðskiptaumhverfi og markaðinum almennt.

Mat á markaðstækifærum getur falið í sér að ólíkum aðferðum sé beitt. Að framkvæma PESTLE eða SVÓT greiningu getur þannig verið hluti af ítarlegu mati á markaðstækifærum.

PESTLE greining

Stefnumörkun til að greina sex þætti í ytra umhverfi fyrirtækis eða stofnunar. Greiningin varpar ljósi á veigamikla og óviðráðanlega ytri þætti: pólitík, efnahag, samfélag, tækni, umhverfi og lög.

Aðferðina má aðlaga að ólíkum þörfum og aðstæðum. Í sumum tilfellum gæti til að mynda verið gagnlegt að skoða hvern þátt í landfræðilegu samhengi og vinna greininguna staðbundið, á landsvísu og fyrir útflutning.

SVÓT

Aðferð til greiningar þar sem styrkleikar og veikleikar í innra umhverfi eru greindir, ásamt ógnunum og tækifærum í ytra umhverfi. ​

SVÓT er dæmi um aðferð til stefnumótunar.

Ansoff líkan

Ansoff líkanið er ein helsta og mest notaða aðferðin til að greina og skipuleggja vöxt. Líkanið sýnir fjórar leiðir til vaxtar fyrirtækis og gerir kleift að meta áhættu í sambandi við hverja leið.

Betri skilningur fæst með því að rýna alla þætti  líkansins: markaðsþróun, markaðssókn, ný starfsemi og vöruþróun.

Sterkari saman

Leiðir til að greina tækifæri beinast oft að gildi samstarfs og samskipta. Margvísleg tengsl eru grundvallaratriði þegar unnin er greining á ólíkum hliðum markaða svo sem væntingum viðskiptavina, helstu samkeppnisaðilum og dreifileiðum.

Í gegnum samskipti og sambönd má afla traustrar þekkingar og fá innsýn í þróun á vettvangi frumkvöðulsins. Mikilvægt er að fylgjast vel með stefnum og straumum á viðkomandi sviði og má benda á lestur fagtímarita, frétta og tilkynninga sem vænlega leið.

MarkmiðasetningSmella til að lesa  

Skilgreina þarf hvert markmiðið er. ​
Markmið eiga að vera skýr, greinileg, raunhæf og mælanleg.​
Setja fókus á markmiðið og halda þeim fókus. 
Móta stefnu út frá markmiðinu og gera áætlun um hvernig markmiðinu verður náð.
Áætlunin, sem markar leiðina markmiðinu, ætti fela í sér sem mestan hvata til dæmis með vel afmörkuðum verkþáttum eða örmarkmiðum. Ánægjan yfir ljúka hverjum áfanga felur í sér hvata.

 

Markmiðslýsing (e. Mission Statement)

Markmiðslýsing skýrir tilgang starfsemi, sviðs eða skipulagsheildar. Í lýsingunni kemur fram í stuttu máli af hverju sviðið/skipulagsheildin er til og hvaða árangri starfsemin á að ná. Markmiðalýsing inniheldur bæði lýsingu á hlutverki og meginmarkmiðum.

 

Framtíðarsýn (e. Vision Statement)

“Framtíðarsýn er almenn lýsing á þeim árangri eða ávinningi sem ætlað er að fram innan ótilgreinds tíma eða með framkvæmd stefnu. Tilgangur framtíðarsýnar er að styrkja grundvöll ákvarðana um markmið og hlutverk í starfsemi til skemmri og lengri tíma. Almennt er gert ráð fyrir framtíðarsýn einföld, skýr, feli í sér áskoranir og viðmið til lengri tíma, byggi á stöðugum forsendum og hvetjandi fyrir starfsfólk og aðra hlutaðeigandi.”

Markmiðasetning – dæmi um aðferðirSmella til að lesa  

SMART​

Aðferðin leggur til fimm orð sem eiga að einkenna markmið. Samkvæmt aðferðinni á markmið að vera sértækt, mælanlegt, aðgengilegt, raunhæft og tímasett. 

Eitt orð

Sú staða getur komið upp að umgjörð, aðstæður og aðrir þættir verða of fyrirferðarmiklir svo erfitt reynist að greina markmið. Með því að einblína á eitt orð og útiloka annað áreiti má beina kastljósinu að kjarna málsins: sjálfu markmiðinu. 

 

Fimm meginreglur Locke og Latham um markmiðasetningu 

Locke og Latham eru meðal virtustu rannsakenda á sviði markmiðasetningar. Rannsóknir þeirra hafa bent til þess að markmiðasetning er mikilvægur þáttur í að bæta frammistöðu og ná auknum árangri. Samkvæmt rannsóknunum styður markmiðasetning við hvata í umhverfi fólks og leiðir þannig til virkrar hvatningar.

Locke og Latham hafa skilgreint fimm meginreglur sem skila árangursríkri markmiðasetningu. Þessar reglur snúast um skýrleika, áskorun, skuldbindingu, endurgjöf og flækjustig.  

Markmiðasetning afturábak

Aðferðin gengur út á að nýta markmiðið sjálft til að varða leiðina að því. Með því að ímynda sér að markmiðinu sé náð, má einnig ímynda sér hvað varð til þess að árangur náðist. Þannig er hægt að sjá fyrir sér leiðina að markmiðinu og teikna upp áætlun út frá þeirri sýn. 

Myndræn framsetning

Myndræn framsetning markmiða stuðlar að skýrri sýn. Aðferðin gengur út á að gera markmið sýnileg og auðvelda fólki þannig að halda fókus. Þetta má útfæra á afar fjölbreyttan máta til dæmis með því að skrifa markmið upp og setja í ramma, teikna mynd eða gera myndband.  

Persónulegir hæfniþættirSmella til að lesa  

Til viðbótar við þekktar aðferðir og verkfæri, sem geta aukið ávinning af hugmyndavinnu og markmiðasetningu, hafa persónulegir eiginleikar frumkvöðulsins einnig mikið segja.

Færniþættir eru sjaldnast fastir eða óhagganlegir hjá einstaklingum, 

þvert á móti þróast þeir og breytast.

Eiginleika af þessum toga má því öðlast og tileinka sér
til dæmis í gegnum fræðslu og reynslu. ​

Að sigrast á áskorunum

Að sigrast á áskorunumSmella til að lesa  

Hvernig má sigrast á þeim áskorunum sem kunna að koma upp?​

Ýmsar aðferðir geta reynst gagnlegar þegar áskorunum er mætt.

Mikilvægt er að þekkja til slíkra leiða áður en staðið er frammi fyrir flóknum úrlausnarefnum.  

I Mögulegar áskoranir: Greint frá áskorunum sem kunna að verða á vegi frumkvöðla á sviði óáþreifanlegs menningararfs.

I Úrræði: Ljósi varpað á úrræði sem mikilvægt er að þekkja til þegar staðið er frammi fyrir áskorunum.

Áskoranir – gott að vitaSmella til að lesa  

Úrræði og stuðningur

 

Hvar og með hvaða hætti er mögulegt aðstoð? Hvert snúa sér til dæmi vegna spurninga um tækni, lög og reglur eða bókhald?
Uppfyllir verkefnið skilyrði til umsókna í styrktarsjóði?
Hvaða dyr gætu opnast með samstarfi?

Vertu vakandi fyrir tækifærum sem bjóðast um ráðleggingar eða

aðstoð fyrir verkefni þitt! Stuðning og faglega ráðgjöf

nálgast víða, ýmist ókeypis eða gegn gjaldi.

Mögulegar áskoranir frumkvöðla á sviði óáþreifanlegs menningararfs​Smella til að lesa  

Frumkvöðlar geta átt von á að mæta ákveðnum áskorunum. Til viðbótar geta frumkvöðlar á sviði óáþreifanlegs menningararfs staðið frammi fyrir sértækari áskorunum sem tengjast viðfangsefni þeirra:

• Miðlun menningararfs getur verið háð breytum sem erfitt er að spá fyrir um til dæmis vegna tækniþróunar og breytinga á ferðahegðun. 

• Störf frumkvöðla geta krafist þolinmæði með tilliti til arðsemi reksturs. 

• Upp getur komið ágreiningur um nýtingu á menningararfi.​

• Lagarammar og regluverk geta sett skorður.​

• Er nýting menningararfsins sjálfbær?

Áskoranir – dæmi um úrræðiSmella til að lesa  

Styrkir og fjármögnun

Frumkvöðlar geta í mörgum tilfellum sótt um styrki vegna verkefna sinna í innlenda, erlenda sjóði.

Í þessu ljósi er einnig vert að minna á mikilvægi þess að þekkja réttindi hjá stéttarfélögum, skattaumhverfi frumkvöðla

og svo framvegis. 

 

Ráðgjöf

Frumkvöðlar geta víða leitað ráðgjafar, meðal annars vegna uppbyggingar fyrirtækis, skattamála og annars sem varðar rekstur. Einnig er vert að minnast á gildi þess að leita ráðgjafar á sérsviði frumkvöðla, í þessu tilfelli á sviði óáþreifanlegs menningararfs. Slíka ráðgjöf má í mörgum tilfellum fá hjá fagstofnunum og -samtökum.

 

Tengslanet

Rannsóknir á framgangi í frumkvöðlastarfi um óáþreifanlegan menningararf leiða gjarnan í ljós mikilvægi tengslanets. Tengsl geta verið á ýmsum skala og með ólíku sniði, svo sem þátttaka í samstarfsverkefnum, málstofum eða ráðstefnum, innan héraðs eða í alþjóðlegu samhengi.​

Persónuleg hæfni

Eiginleikar sem stundum eru kallaðir mjúkir færniþættir. Margvíslegir færniþættir geta aðstoðað við að leysa úr málum sem upp geta komið. Þekking, útsjónarsemi og þolinmæði eru dæmi um slíka færniþætti.  

Samantekt

SamantektSmella til að lesa  

Sjálfsmat!

Dæmisögur sem tengjast efninu:

- Íslenskur dúnn ehf.




Lýsing:

Eftir að hafa farið í gegnum námsefnið ættir þú að hafa:
- Aukinn skilning á óáþreifanlegum menningararfi og frumkvöðlastarfi eru
- Aðferðir/áhöld til að greina tækifæri og þróa hugmyndir
- Aðferðir/áhöld til markmiðasetningar
- Aukinn skilning á áskorunum á sviði óáþreifanlegs menningararfs/frumkvöðlastarfs
- Þekkingu til að takast á við áskoranir


Lykilorð

Sýn, frumkvöðlastarf, óáþreifanlegur menningararfur, tækifæri


Markmið:

Markmið þessa námsefnis er að veita nemendum betri skilning á því hvað felst í óáþreifanlegum menningararfi og hvernig frumkvöðlar geta nýtt hann staðbundið, með tillit til bæði arfleifðar og nýtingar.


Heimildaskrá

EntreComp Europe https://entrecompeurope.eu/

Gheorghe Zaman (2015). Cultural heritage entrepreneurship (CHE)–challenges and difficulties Procedia-Social and Behavioral Sciences 188, 3 – 15 https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S1877042815021266

UNESCO & Intagible Cultural Heritage, Identifying and Inventorying Intangible Cultural Heritage https://ich.unesco.org/doc/src/01856-EN.pdf

UNESCO, Convention for the Safeguarding of the Intangible Cultural Heritage
 https://ich.unesco.org/en/convention

United Nations, Sustainable Development Goals
https://sdgs.un.org/goals

University of the people. 10 Ways How to Overcome Challenges Life Throws at You
 https://www.uopeople.edu/blog/10-ways-how-to-overcome-challenges/

Vasile Valentina et al. (2015). Innovative valuing of the cultural heritage assets. Economic implication on local employability, small entrepreneurship development and social inclusion. Procedia-Social and Behavioral Sciences 188, 16–26 https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S1877042815021278